Fréttir
28.03.07
Félagaskráin
Nú er verið að undirbúa prentun nýrrar félagaskrár og búið er að uppfæra félagaskrárnar á heimasíðunni svo nú geta konur sjálfar athugað hvort upplýsingar um þær eru réttar. Farið inn á ykkar klúbb og athugið hvort allt sé eins og það á að vera. Mjög gott er að fá upplýsingar um breytt heimilisföng, símanúmer og annað sem kann að breytast í tímans rás. Það er auðvelt að senda upplýsingar með tölvupósti með því að nota netfangið innerwheel@innerwheel.is og það þarf bara að smella á það hér neðst á síðunni, þá er allt tilbúið.

