Inner Wheel klúbbur Hafnarfjarðar fagnaði 40 ára afmæli sínu síðastliðinn laugardag ásamt Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar sem varð 70 ára þann 9. október.. Klúbburinn var stofnaður 4. nóv. 1976. Í tilefni dagsins afhenti umdæmið klúbbnum forláta kerti sem nunnurnar í klaustrinu í Hafnarfirði höfðu skreytt með rauðri rós og áletrun sem á stóð IW Hafnarfjörður 40 ára 4. nóvember 2016 - Hamingjuóskir. Til fagnaðar voru mættar 5 af stofnfélögum klúbbsins og færði Sigurborg Kristinsdóttir forseti þeim hverri fyrir sig rauða rós..
Fyrsti fundur vetrarsins var síðan haldinn í dag miðvikudag og fóru fram stjórnarskipti og Tinna Bessadóttir sagði okkur frá Litlu álfabúðinni sem er staðsett í Hellisgerði á sumrin. Nýja stjórn skipa þær Sigurborg Kristinsdóttir forseti, Þórdís Guðjónsdóttir fráfarandi forseti, Elín Ragna Sigurðardóttir gjaldkeri, Ásta Reynisdóttir ritari og Valdís Guðjónsdóttir stallari. Óskum við nýrri stjórn velfarnaðar í starfi. Næsti fundur verðu í 9. nóvember og verður efni fundarins undir rússneskum áhrifum.

