Umdæmisstjóri Hrund Baldursdóttir hefur þýtt orð alheimsforseta IIW.
Sælar kæru Inner Wheel konur. Kristjana setti inn nýja Lógóið fyrir IW fyrir starfsárið 2016-2017 sem er Touch Heart eða snertum hjarta/hjörtu sem hinn nýji alþjóðaforseti setti inn á síðuna IIW. Í pistli sínum segir hún að hið nýja einkunarorð fæði af sér góðvild og örlæti með tíma þinn og peninga, vilja til að hjálpa öðrum. Hin sönnu auðæfi þín eru það góða sem þú gerir í heiminum. Að þú hugsir vel um jörðina og heiðrir hugmyndina um alþjóðlegt samfélag þar sem við erum verndarar hvors annars.Tryggjum öryggi, þægindi og vellíðan, fegurð og frið.Vertu góður við sjálfan þig með því að gæta vel að líkama þínum, borða hollt því það fer í gegnum hjarta þitt.Vertu blíður /góður í orðum þínum. Orð sem eru sögð eru eins og brotin egg og þú getur ekki tekið þau til baka.Gættu þess að orð þín særi ekki hjarta þitt og hjörtu annara í kringum þig. Bkv. Hrund Baldursdóttir umdæmisstjóri
Hér má sjá orð Oluyemisi Alatise IIW forseta 2016/2017

