Danska Inner Wheel umdæmið býður til Norræns móts - Nordic Rally 16.-18. september á Skagen. Þetta verður án efa skemmtilegt mót þar sem Inner Wheel konur frá öllum Norðurlöndunum koma saman. Síðasti skráningardagur er 1. júní 2016.
Ekki verður skipulögð ferð á mótið heldur þarf hver félagskona að skrá sig sjálf.
Hægt er að panta hótelgistinguá Color Hotel Skagen með sérstökum kjörum dagana 11.-21. september, lágmarksgisting er tvær nætur dagana 16.-18. sept.
Föstudaginn 16. sept. er skráning og fundur um eftirmiðdaginn. Laugardaginn er fundur um morguninn og síðast ferð um Skagen, þar sem Skagens Museum verður heimsótt og Grenen sem er nyrsti hluti Danmerkur verður skoðað. Um kvöldið er svo hátíðakvöldverður með skemmtun. Sunnudagurinn er frjáls. Gjaldið fyrir IW félaga er 1.500 Dkr og 600 Dkr fyrir förunaut. Örugglega áhugavert mót sem vert er að skoða.

