Fréttir
28.10.14
Alþjóðaþingið í Kaupmannahöfn í maí 2015.
Kæru Inner Wheel konur.
Alþjóðaþing Inner Wheel verður haldið í Kaupmannahöfn 5.-9. maí 2015.
Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á umdæmisþingið. Þingið kostar um 68 þúsund kr. og er þá allt innifalið, þ.e. opnunarhátíð, vináttukvöld, galadinner og lokahóf auk hádegisverðar alla daga, þinggagna og fleira. Skráningarsíðan er þessi http://www.iiwconvention2015.com/en/forsiden Ekki er hægt að skrá sig í staka viðburði.
Nú þegar hafa nokkrar konur skráð sig. Flug og gisting kostar 127 þúsund og er innifalinn morgunmatur og ferð til og frá flugvelli. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Sif Jónsdóttur í netfanginu sifj02@gmail.com. Einnig hafa upplýsingar verið sendar til forseta klúbbanna. Vonum að þó nokkrar konur sjái sér fært að mæta. Það eru um 1500 konur þegar búnar að skrá sig, víðs vegar að úr heiminum.
Sjáumst í Kaupmannahöfn.
Með Inner Wheel kveðju
Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir
umdæmisstjóri

