Fréttir
31.03.09
Fréttabréf 2009
Kæru Inner Wheel félagar!
Nú er runnin upp seinni hluti starfsárs okkar og við farnar að huga að vorverkum eins og sannir bændur. Við erum að undirbúa fréttabréf og ánægjulegt væri að fá efni frá klúbbunum í það. Þetta má vera frá starfinu ykkar og gaman væri að fá myndir með.
Fyrir hönd umdæmisstjórnar óska ég ykkur gleðilegra páska og vona að ykkur líði sem best.
Gerður Sigurðardóttir umdæmisstjóri

