Kæru Inner Wheel konur!
Þegar mesta skammdegið grúfir núna yfir í tvennum skilningi þá horfum við til hátíðar ljóss og friðar.
Jólin eru eitthvað sem allir hlakka til og færa birtu og yl í sálina. Það lifnar yfir öllum og minningar liðinna jóla taka á sig skemmtilegar myndir. Piparkökuilmur er í loftinu og hreinlætislyktin í hverju skoti.
Ég er búin að fara í flesta klúbba og hef fengið frábærar móttökur hvar sem ég hef komið. Ég vil þakka kærlega fyrir það.
Við hjá umdæmisstjórninni óskum ykkur gleðilegra jóla og megi heill og hamingja fylgja störfum ykkar á komandi ári.
Gerður S. Sigurðardóttir
Umdæmisstjóri

