Hattafundur IW Reykjavík og IW Hafnarfjörður
Í apríl 2015 bauð IW Reykjavík klúbbnum í Hafnarfirði á fund í Hörpu. Hófst fundurinn á skoðunarferð um húsið og enda með kvöldverði á efstu hæð. Ánægjulegur fundur í alla staði þar hattar af ýmsum toga prýddu höfuð kvenna. Rúsínan í pylsuendanum var þegar við komum í Eldborgarsalinn og Jónas Ingimundarson tók á móti okkur ásamt Þóru Einarsdóttur og þau fluttu okkur nokkur vel valin lög af sinni alkunnu snilld.